top of page

Veikindi, forföll og leyfi:

Tilkynnið veikindi í
síma: 480-5520 
Það þarf að hringja eða senda tölvupóst fyrir hvern dag vegna veikinda. Ekki er mælt með því að börn komi í skólann nema þau geti sinnt öllu starfi.

Forföll og leyfi nemenda

 

Veikindi ber að tilkynna í upphafi skóladags til ritara. Leyfi til tveggja daga veitir viðkomandi umsjónarkennari. Ef þörf er á leyfi til lengri tíma ber að sækja um það skriflega til skólastjóra. Leyfiseyðublað er að finna hér. Öll röskun á námi nemandans sem hlýst af umbeðnu leyfi er á ábyrgð foreldra eða forráðamanna.

 

Ef nemendur fara ekki með skólabílnum að morgni eða heim úr skóla vegna veikinda eða annarra ástæðna verða foreldrar að láta skólabílstjórana og ritara skólans vita. Vinnuferli um leyfi nemenda: 

Eftir veikindi

 

Þegar nemendur/börn eru veikir heima er æskilegt að foreldrar haldi þeim heima, einn auka dag hita og verkja lausum. Miðað er við að nemendur/ börn komi til baka í skólann fullfrískir til að taka þátt í leik og starfi Kerhólsskóla.

Hér er krækja á heilsuveru um það þegar börnin veikjast.

Slys og veikindi

 

Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minniháttar slysum sinnt. Slasist barn í skólanum er unnið samkvæmt gildandi neyðaráætlun skólans um viðbrögð við slysi. Áætlunin gerir ráð fyrir tafarlausu útkalli neyðarbíls í alvarlegum tilfellum og að umsvifalaust sé haft samband við foreldra. Þegar hjúkrunarfræðingur er staddur í skólanum annast hann bráðahjálp og hefur samband við foreldra. Þurfi barn að fara á heilsugæslustöð eða slysa- og bráðamóttöku, er æskilegt að foreldri fylgi því. Því er mikilvægt að skólinn hafi öll símanúmer sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma/vistunartíma barnsins. Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt í skólanum.

 

Öll slys sem upp koma í skólanum ber að ská á slysaskráningarblað sem er í möppu hjá ritara sem kallast: Skráningar.

 

Ef barn er með greindan alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu / lífi þess í bráða hættu er nauðsynlegt að skólaheilsugæsla viti af því. Hér er átt við sjúkdóma eins og t.d. sykursýki, ofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma.

Það er réttur barnsins að vera heima þegar það er veikt, t.d. með hita eða almenna vanlíðan.

Veikt barn getur smitað önnur börn sem kallar á fjarvistir bæði barna og foreldra.

Einnig eru líkur á að starfsfólk geti smitast.

Hitalaus = miðað við < 38°C við endaþarms mælingu eða < 37, 5°C við munnmælingu.

Ef þig vantar frekari svör hvað eigi að gera ef um sár er að ræða getur þú farið hér inn. 

Almannavarnir hafa mikinn fróðleik inn á heimasíðu sinni og mælum við með að þið kíkið inn á hana hér .

bottom of page