top of page

Lestrarstefna 

Aðalmarkmið lestrarstefnunnar sem nú eru höfð að leiðarljósi eru: Skýr markmið í kennslunni, gott aðhald fyrir alla sem að kennslunni koma og að hún lýsi æskilegri lestrarfærni nemandans í gegnum alla skólagönguna.

 

Seint verður það ofsagt að lestrarþjálfun og góð lestrargeta eru mikilvæg í námi barna og ungmenna. Við í Kerhólsskóla teljum því mikilvægt að setja þá þjálfun í markvissan farveg til að styðja kennara skólans, nemendur og foreldra í því starfi. Þjálfunin á að vera sameiginlegt verkefni skóla og heimilis og áherslur í samræmi við stöðu nemandans hverju sinni.

 

Heimalestur á að eiga sér stað fyrir fullorðinn aðila og farið er fram á að lesið sé í 10 - 15 mínútur í hvert sinn. Kvittunarhefti munu fylgja lestrarbókunum þar sem foreldrum eða fullorðnum aðila er gert að kvitta fyrir heimalesturinn. Þeir nemendur og foreldrar sem standa sig vel fá sýnilega umbun í kvittunarheftið og nemendur öðlast meiri færni í lestri.

Viðmið fyrir ástundun eru skráð fyrir hvern mánuð og gefin einkunn sem birt er í námsmati. Tekið verður tillit til þeirra mánuða sem eru styttri í skólasókn eins og desember og páskamánuðurinn. Heftið skal því fylgja nemandanum bæði heim og í skóla.

bottom of page