top of page
K E R H Ó L S S K Ó L I
Heimanám
Ekki er um annað heimanám að ræða en heimalestur og það sem hér segir:
Kennarar Kerhólsskóla telja heimalestur afar mikilvægan og leggja áherslu á þjálfun hans, sbr. lestrarstefnu skólans og benda foreldrum og nemendum 5. - 10.bekkjar á að heimalestur geti verið í formi fræðibóka, tímaritsgreina, námsbóka og í sögubókum.
Í grunnfögunum, íslensku og stærðfræði áforma nemendur, í samráði við kennara, yfirferð á námsefni. Í 5.- 10. bekk taka síðan við áætlanir frá kennara. Þessi áform/áætlanir eru einstaklingsmiðuð. Ef nemandi heldur ekki áætlun, mun hann þurfa að ljúka henni heima.
bottom of page