K E R H Ó L S S K Ó L I
Viðbragðsáætlun - ágreiningsmála
Viðbragðsáætlun – ágreiningsmál
Ágreiningur um meðferð eineltis og ofbeldismála:
-
Verði ágreiningur milli skólastjórnenda og forráðamanna barna um meðferð mála sem ekki tekst að leysa getur hvor aðili um sig vísað málinu til Skólaþjónustu Árnesþings.
-
Einnig er starfrækt fagráð eineltismála gegneinelti.is sem er starfrækt á vegum Menntamálaráðuneytisins og er ætlað að leysa úr og aðstoða við eineltismál.
Fyrstu viðbrögð vegna ágreiningsmála milli starfmanns og barns í Kerhólsskóla:
-
Skólastjóri (eða staðgengill hans) aflar sér upplýsinga um málið.
-
Skólastjóri hefur samráð við foreldra og/eða umsjónakennara hvað gera skuli innan skólans.
-
Viðbragðsteymi sem saman stendur af foreldrum þess barns sem málið varðar, umsjónakennara og skólastjóra (eða staðgengli hans) heldur fund þar sem upplýst er um málið. Á fundinum er metið hverjir eiga að fá upplýsingar um málið og um frekari vinnslu þess.
-
Ef utanaðkomandi aðilar sækjast eftir upplýsingum er það eingöngu skólastjóri (eða staðgengill hans) sem gefur upplýsingar um málið.