Uppeldisáætlun Kerhólsskóla
Uppeldisáætlun Kerhólsskóla
Uppeldi til ábyrgðar (Restitution – Self Discipline) uppbyggingarstefnan er hugmyndafræði sett fram af Diane Gossen sem byggir kenningar sínar að hluta á sjálfsstjórnarkenningum William Glasser.
Starfsfólk Kerhólsskóla notar hugmyndarfræðina um Uppeldi til ábyrgðar (UTÁ) í stólastarfinu. Um er að ræða áherslubreytinar í samskiptum sem eiga að kenna börnum sjálfsaga og ábyrga hegðun. Ef samskipti í skólanum eru góð og gefandi má byggja á þeim árangrusríkt nám. Í því sambandi er mikilvægt að átta sig á því að eina manneskjan sem við getum stjórnað erum við sjálf. Stefnan kennir að það sé í lagi að gera mistök en við fáum tækifæri til að lagfæra þau og læra af þeim með betri samskiptum. Þetta er uppbygging sjálfsaga. Þarfahringurinn er kynntur nemendum svo þeir þekki sínar grunnþarfir og geti uppfyllt þær án þess að trufla aðra. Ein af skólareglum Kerhólsskóla er að nemendur fari eftir sínu hlutverki sem þeir hafa tekið þátt í að móta. Með því að sinna sínu hlutverki sýna nemendur hvernig þeim finnst mikilvægt að koma fram við aðra og hvernig manneskjur þeir vilja vera. Samskipti við aðra reyna á lífsgildi okkar og þarfir sem við verjum með hegðun okkar.
Allir umsjónarhópar gera bekkjarsáttmála. Til að skapa öryggi og traust í skólasamfélaginu verðum við að hafa skýr mörk sem styðja við sáttmála skólans. Lærdómssamfélagið í Kerhólsskóla einkennist af gleði, jákvæðni og virðingu. Þessi sáttmáli hjálpar nemendum að finna til innri gleði við að leggja sig fram og breyta rétt.
Allir hópstjórar og umsjónakennarar sjá um að vinna markvisst með og kynna Uppeldi til ábyrgðar í sínum umsjónarhópum.
Það á þó ekki eingöngu að vera á höndum þeirra að vinna með UTÁ í skólanum heldur tökum við öll höndum saman sem hér störfum um að innleiða og nota uppbygginarstefnuna í öllu starfi skólans.
Skoða Uppeldi til ábyrgða skjal Hér