top of page

Verkaskipting mannauðs - starfslýsingar

Starfsfólk Kerhólsskóla

Starfsfólk Kerhólsskóla rækir starf sitt af fagmennsku, alúð og samviskusemi. Það gætir kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagnvart börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki. Starfsfólk Kerhólsskóla gætir fyllstu þagmælsku um hagi barna og foreldra þeirra, sem það fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna og eðli máls. Þagnarskylda helst þótt viðkomandi láti af störfum.

 

Meginhlutverk skólastjórnenda er að tryggja menntun og velferð nemenda og stuðla að námslegum framförum þeirra og árangri í námi. Skólastjórnendum ber að sinna faglegri kennslufræðilegri forystu og leiðsögn til kennara og starfsmanna. Skólastjórnendur skipta með sér verkum þannig að sérþekking þeirra og reynsla nýtist skólastarfinu sem best.

Skólastjóri

  1. Ber ábyrgð á öllu skólastarfi Kerhólsskóla

  2. Sér um bókhald og launamál.

  3. Sér um starfsmannamál

  • Ágreining milli starfsmanna

  • Þegar eitthvað persónulegt kemur upp hjá starfsmönnum.

   4. Ber ábyrgð á að haldnir séu fundir;

  • Í nemendaverndarráði

  • Í foreldraráði

  • Kennarafundir í grunnskóladeild

  • Starfsmannafundir í leikskóladeild

  • Í skólaráði

  • Hjá nemendafélaginu

   5. Hefur yfirumsjón með; 

  • Agamálum í leikskóladeild (hjálpar til við að leysa þau með starfsmönnum)

  • Kennslutengd málefni (aðstoðar starfsmenn ef þarf)

  • Forfallakennslu í leikskóladeild

  • Gerð skólanámskrár í leikskóladeild

  • Námsgögnum (þarf að samþykkja kaup)

   6. Sitja alla:

  • Teymisfundi varðandi einstaka börn og nemendahópa

  • Fræðslunefndarfundi

  • Skólastjórafundi í Árnesþingi

  • Leikskólastjórafundi í Árnesþingi

 

 

Aðstoðarskólastjóri

  1. Hefur yfirumsjón með:

  • Agamálum í grunnskóladeild (hjálpar til við að leysa þau með umsjónarkennara)

  • Kennslutengd málefni (aðstoðar umsjónakennara ef þarf)

  • Forfallakennslu í grunnskóladeild

  • Námsmati

  • Vali nemenda í elstu bekkjum

  • Samstarfi við nágrannaskóla varðandi val nemenda í elstu bekkjum (BES, Flóaskóla, FSu, Laugarvatn, Reykholt)

  • Gerð skólanámskrár í grunnskóladeild

  • Námsgögnum (þarf að samþykkja kaup)

  • Nemendafélaginu (sér um fundi)

   2. Sér um:

  • Heimasíðu skólans ásamt ritara

   3. Sitja alla:

  • Teymisfundi varðandi einstaka börn og nemendahópa

  • Fræðslunefndarfundi

  • Skólastjórafundi í Árnesþingi

  • Leikskólastjórafundi í Árnesþingi

 

 

Sameiginleg ábyrgð skólastjóra og aðstoðarskólastjóra

  1. Sjá báðar um samskipti við:

  • Mannauð Kerhólsskóla

  • Húsvörð

  • Umsjónarmann fasteigna

  • Mötuneyti

  • Skólabílstjóra

  • Æskulýðsfulltrúa

  • Tónlistarskóla

  • Stjórn foreldrafélags

  • Nágrannaskóla

   2. Bera ábyrgð á upplýsingastreymi til:

  • Foreldra

  • Sveitarstjóra

  • Fræðslunefnd

  • Nágrannaskóla

   3. Sjá um:

  • Innra mat í Kerhólsskóla

  • Ráðningar

  • Starfslýsingar

  • Starfsmannasamtöl

 

 

 

Deildarstjóri leikskóladeildar

Deildarstjóri í leikskóla annast daglega verkstjórn á deildinni og bera ábyrgð á stjórnun, skipulagningu og framkvæmd starfsins. Deildarstjórinn ber ábyrgð á að miðla upplýsingum til og frá deildinni innan skólans og á samskiptum við sérfræðinga og stofnanir. Samkvæmt starfslýsingunni ber deildarstjórinn jafnframt ábyrgð á öllu skipulagi deildarinnar auk þess að sjá um móttöku, leiðsögn og þjálfun nýliða í starfi. Ásamt skólastjóra á hann að sjá um að deildin sé búin nauðsynlegum uppeldis- og kennslugögnum. Deildarstjórinn ber einnig samkvæmt starfslýsingu ábyrgð á að börnin fái þá umönnun og menntun sem þeim ber í samvinnu við foreldra.

 

Hlutverk deildarstjóra eru meðal annars að:

  • Leiðbeina starfsmönnum í leikskóladeild í daglegu starfi og um fagleg málefni.

  • Sjá um foreldrasamtöl í leikskóladeild

  • Koma að stafsmannamálum í leikskóladeild með skólastjóra

  • Halda utan um stuðning og vinnu með börnum í leikskóladeild sem þurfa stuðning og situr teymisfundi um þeirra málefni.

 

 

Skólaritari

Skólaritari annast símvörslu, nemenda- og starfsmannaskráningu og ýmsar skjalaumsjón, heimasíðu skólans og fjölbreytta þjónustu við nemendur, foreldra og starfsmenn. Skólaritari vinnur náið með skólastjórnendum og sér um:

  • Símavörslu

  • Heimasíðu skólans ásamt aðstoðarskólastjóra

  • Skjalavistun

  • Að uppfæra persónumöppur nemenda

  • Umsjónarkerfi nemenda og starfsmanna

  • Skráning í Mentor

  • Pantanir á námsgögnum og skrifstofuvörum

  • Að uppfæra starfsmannamöppu að hausti

  • Upplýsingabréf til foreldra að hausti

  • Að raða niður tímum fyrir foreldrasamtöl í grunnskóladeild

  • Allt í uppsetningu í tengslum við skólasetningu, skólaslit, árshátíð o.fl.

 

 

Kennarar

Kennarar skólans vinna saman í teymum. Kennarateymið framkvæmir og stjórnar daglegu skólastarfi tiltekinna árganga. Gerð kennsluáætlana, áætlana um námsmat og eftirlit með námsframvindu allra nemenda árganganna er á ábyrgð teymisins. Kennurum teymisins er heimilt að skipta kennlu einstakra greina, námsþátta eða verkefna milli sín með þeim hætti sem best hentar á hverjum tíma, enda sé gætt jafnræðis og að vinnuálag skiptist með réttlátum hætti. Sérgreinakennarar vinna með umsjónakennurum í þeim árgöngum sem við á hverju sinni. 

 

 

Umsjónakennarar

Hlutverk umsjónakennara er yfirumsjón með sínum nemenda hóp og þeim skyldum sem því fylgir. Umsjónarkennari gegnir ásamt öðrum kennurum skólas, lykilhlutverki í skólastarfinu. Hann er öðum fremur tengiliður skólans við heimilin og einnig fylgist hann náið með námi nemenda sinna og þroska. Umsjónarkennari leiðbeinir nemenum í námi og starfi, aðstoðar þá og ráðleggur þeim um persónuleg mál. Hann fylgist með því að nemendur fylgi settum reglum og fyirmælum meðan þeir eru í skólanum, bæði innan húss og utan og hefur samband við foreldra/forráðamenn reglulega.

Hlutverk umsjónarkennarans er meðal annars að:

  • Hefur umsjón með bekk og öllu er bekkjarstarfið varðar.

  • Hann er tengiliður bekkjarins innan skólans og tengiliður skólans við heimilin.

  • Fylgjast með námi og þroska hvers og eins nemanda í bekknum.

  • Leiðbeina nemendum við vinnulag þeirra og hvað eina sem gæti stuðlað að sem bestum námsárangri.

  • Leitast við að skapa aðlaðandi vinnuumhverfi í skólastofunni.

  • Leitast við að skapa góðan bekkjaranda.

  • Halda bekkjarfundi a.m.k. einu sinni í mánuði.

  • Fylgjast með andlegri og líkamlegri líðan nemenda sinna og grípa til viðeigandi ráðstafana ef þörf krefur.

  • Afla sér og veita öðrum kennurum, sem kenna bekknum, nauðsynlegar upplýsingar um nemendur.

  • Vísa nemendum, þegar þörf krefur, til sérhæfðs starfsfólks eða nemendaverndarráðs.

  • Leitast við að hafa sem best samband og samvinnu við forráðamenn nemenda.

  • Kynna nemendum reglur skólans og sjá til þess að eftir þeim sé farið.

  • Annast námskrárgerð ásamt samkennurum.

  • Gæta fyllsta trúnaðar varðandi málefni nemenda og forráðamanna þeirra.

  • Umsjónarkennarar bera ábyrgð á því að færa reglulega inn upplýsingar um nemendur í Mentor.

 

 

 

 

Sérkennari

Hlutverk og starf sérkennara Kerhólsskóla er í samráði við skólastjórnendur að halda utan um og skipuleggja sérkennslu fyrir nemendur sem víkja frá í námi síns aldurshóps vegna fötlunar eða annarra náms- og/eða félagslegra erfiðleika. Sérkennari vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara og veitir til hans kennsluráðgjöf ef óskað er eftir. Sérkennari heldur utan um og leggur fyrir ákveðna bekki skimunapróf og miðlar niðurstöðum þeirra til umsjónarkennara. Ef framfarir einstaklings eru ekki sem skildi þrátt fyrir undangengna markvissa vinnu og markmiðssetningu til einstaklingsmiðaðra framfara, getur vaknað grunur um að einstaklingur-inn glími við sértæka lestrar- eða stærðfræðierfiðleika. Þá getur sérkennari með samþykki foreldra, lagt fyrir hann greinandi próf eða vísað málum einstaklingsins til annarra sérfræðinga hjá Skólaþjónustu Árnesþings. Sérkennari vinnur einstaklingslega og/eða með fámennan hóp nemenda innan eða utan bekkjar eftir eðli máls hverju sinni.

 

 

Leiðsagnarkennari

Leiðsagnarkennari er ráðgjafi hins nýja kennara um það er snertir skólastarfið í framkvæmd. Hann skal m.a. kynna honum kennsluhætti í skólanum, kennsluaðstöðu í skólahúsinu, svo og þau tæki er kennarar skólans hafa aðgang að í starfi sínu. Leiðsagnarkennnari fylgist með hvernig nýliða gengur í starfi og aðstoðar hann eftir þörfum. Á sama hátt kynnir leiðsögu-kennari kennsluhætti, svo sem hann hefur tök á og telur nauðsynlegt, og liðsinnir honum varðandi samstarf við foreldra. Ef þörf þykir upplýsir leiðsagnarkennari nýliðann um gildandi lög, reglur og námskrá sem fara ber eftir í grunnskóla. Leiðsagnarkennari skal haga svo leiðsögn sinni að hinum nýja kennara vaxi eðlilegt sjálfstraust samfara þjálfun í starfi.

 

 

Leikskólakennarar

Í leikskóladeild Kerhólsskóla skal velferð og hagur barna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Veita skal börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta. Starfshættir leikskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi, virðingu fyrir manngildi og arfleifð íslenskrar menningar.

 

Meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóladeild Kerhólsskóla skulu vera:

  • Að fylgjast með og efla alhliða þroska barna í náinni samvinnu við foreldra.

  • Að veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku.

  • Að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að börnin fái notið bernsku sinnar.

  • Að stuðla að víðsýni barna og efla siðferðisvitund þeirra.

  • Að leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun.

  • Að rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að styrkja sjálfsmynd þeirra, heilbrigðisvitund, öryggi og hæfni til mannlegra samskipta.

 

 

 

 

Leiðbeinendur í leik- og grunnskóladeild

Leiðbeinendur í leikskóladeild og grunnskóladeild Kerhólsskóla gegna sömu skyldum og um leikskólakennara og grunnskólakennara væri að ræða.

 

 

Stuðningsfulltrúar

Stuðningsfulltrúar gegna miklu hlutverki í námi barna. Markmið starfsins er að auka sjálfstæði og færni nemenda félagslega, námslega og í daglegum athögnum. Stuðnings-fulltrúar létta undir með kennaranum á ýmsan hátt svo hann geti betur sinnt nemendum sínum en einnig eru stuðningsfulltrúar oft við hlið þeirra nemenda sem þurfa aðstoð.

 

Önnur hlutverk stuðningsfulltrúa eru:

  • Funda með umsjónakennurum nemenda í upphafi skólaárs, til að vera upplýstir um alla nemendur sem þeir koma að.

  • Er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þarfnast aðstoðar. Passar að taka ekki fram fyrir hendurnar á kennara

  • Aðstoðar nemendur við nám og daglegar athafnir.

  • Aðstoðar nemendur við að fara eftir settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð (ART og Uppeldi til ábyrgðar).

  • Vinna eftir áætlun sem lögð er fram af kennurum.

  • Aðstoða við aðlögun verkefna að þörfum nemenda samkvæmt leiðbeiningum kennara

  • Hvetja nemendur áfram í daglegum athöfnum og námi, hrósa og styrkja þá færni sem unnið er með

  • Styrkja jákvæða hegðun nemenda

  • Styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslusvæða.

  • Veita nemendum félagslegan stuðning eftir því sem tækifæri gefast

  • Fylgja einstökum nemendum eða nemendahópum um skólann í vettvangsferðum.

  • Sitja fag- og foreldrafundi eftir því sem við á

  • Önnur störf sem stuðingsfulltrúa eru falin og falla innan starfssviðs hans s.s. frágangur og undirbúnigur ýmis konar.

 

 

Skólaliðar

Starfar með nemendum í leik og starfi utan kennslustofu. Annast gæslu á göngum, frímínútum og í matartíma, Einnig aðstoða skólaliðar nemendur við að komast í skólabílana og sjá um kaffistofu starfsmanna. Auk þess sjá starfsmenn um ræstingu á vinnustað. 

 

 

Skólabílstjórar

Sjá um allan akstur nemenda til að frá skóla frá heimilum sínum. Einnig sjá þeir um ýmsar ferðir sem tengjast skólanum. 

 

 

Þroskaþjálfi

Þroskaþjálfun eru fagstétt sem sérstaklega hefur menntað sig til að starfa með fólki með fötlun eða sértæka námsörðugleika. Þroskaþjálfi skólans vinnur á skipulegan hátt að því að stuðla að jákvæðum viðhorfum og að auka skilning á fjölbreytileika samfélagsins. Sérstaða þroskaþjálfa er annars vegar víðtæk og hagnýt þekking á sviði stefnumótunar, skipulags og framkvæmdar heildrænnar þjónustu og hins vegar að efla færni með einstaklingsmiðaðri þjónusta.

 

 

 

Bókavörður

Bókavörður sinnir afgreiðslu á bókasafni Kerhólsskóla, sinnir upplýsingaleit og frágangi á safngögnum ásamt öðrum verkefnum sem yfirmaður felur honum. Opnunartími safnsins er alla virka daga.

 

 

Matráður

Matráður hefur yfirumsjón með eldhúsi, sér um alla matseld í hádeginu og nesti ásamt ávöxtum á kaffitímum, sér um allan bakstur, skipuleggur matseðla viku til mánuð fram í tímann, annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum og hefur umsjón með þrifum samkvæmt viðurkenndu þrifa kerfi (GAMES). Farið er eftir matarstefnu Kerhólsskóla sem heitir södd og sæl börn.

 

 

Starfsfólk íþróttahús

Forstöðumaður íþróttahúss og sundlaugar hefur yfirumsjón með húseign, tækjum og áhöldum. Forstöðumaður tekur vaktir á við annað starfsfólk, heldur að hluta til utan um rekstur, sinnir lítilsháttar viðhaldi og öðrum tilfallandi verkefnum. Starfsmaður íþróttahús gengur í öll störf og sér meðal annars um móttöku, afgreiðslu, baðvörslu og ræstingu. Helstu verkefni starfsmanna íþróttahús eru að hafa almennt eftirlit með nemendum, fylgja eftir umgengnisreglum Kerhólsskóla og annast ræstingu.

 

Húsvörður

Starfar við og hefur umsjón með húseignum, tækjum og innanstokksmunum Kerhólsskóla. Húsvörður sér um opnun og lokun húsnæðis, annast lítilsháttar viðhald, sér um að fá iðnaðarmenn í erfiðari verk. 

 

Náms- og starfsráðgjafi

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda. Hann er trúnaðarmaður og talmaður nemenda og er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra. Hann býður upp á fræðslu í stærri og smærri hópum sem vinna að einstökum verkefnum, til dæmis vegna náms- og starfsvals, námstækni, sjálfstyrkingu og samskiptavanda. Slík vinna er ávallt í samráði við kennara. Nemendur, kennarar og foreldrar geta ávallt leitað til námsráðgjafa.

 

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa er að:

  • Sinna fyrirbyggjandi starfi með fræðslu

  • Vinna að bættum samskiptum innan skólans

  • Stuðla að betri námstækni nemenda

  • Veita nemendum persónulega ráðgjöf þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi sínu

  • Undirbúa nemendur undir flutning milli skóla og skólastiga

  • Aðstoða nýja nemendur við að aðlagast skólanum

  • Veita fræðslu um náms- og starfsval og upplýsingar um skólakerfi og atvinnulíf

  • Aðstoða nemendur við að gera raunhæfar áætlanir með tilliti til áhugasviða hvers og eins.

Aðsoðarskólastjóri
Deildarstjóri Leiksólad
Skólaritari
Kennarar
Umsjónakennari
Sérkennari
Leiðsaakennar
Leikskólakennari
Leiðbeinendur í leik- og grunnsk
Stuðningsfulltrúar
Skólaliðar
Skólaílstjóri
Þroskaþjálfi
Bókavörður
Matráður
Starfsfók Íþróttahús
Húsvörður
Skólastjóri
bottom of page