top of page

Verkfall hefst 5. júní - mikil skerðing á þjónustu í leikskóladeild

Eins og fram hefur komið í fréttum eru BSRB starfsmenn leikskóla búnir að vera í verkfalli í nokkrum sveitarfélögum. Nú er komið að okkar sveitarfélagi og eru það starfsmenn sem eru í FOSS sem fara í verkfall frá mánudeginum 5. júní til og með miðvikudeginum 5. júlí ef ekki verður búið að semja. Hjá okkur eru það einungis þeir starfsmenn sem eru í KÍ (kennarasambandi íslands) sem ekki fara í verkfall. Það eru 2.5 stöðugildi sem viðkomandi eru í samtals. Á meðan á verkfalli stendur mun því verða töluvert mikil skerðing á þjónustu. Sveitarfélagið mun ekki innheimta leikskólagjöld fyrir þann tíma sem börnin njóta ekki þjónustu vegna verkfallsaðgerðanna. Skólastjóri hefur þegar sent út upplýsingapóst á foreldra þar sem kemur fram hvaða daga hvert barn getur mætt og vonumst við til þess að þeir dagar verði vel nýttir. Með góðum kveðjum og vonandi leysist farsællega úr kjaradeilunni sem fyrst svo ekki þurfi að koma til þessarar skerðingar.Comments


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page