Verðlaun fyrir Lífshlaupið
Í febrúar síðastliðinn tók Kerhólsskóli þátt í Lífshlaupinu.
Lífshlaupið er landskeppni í hreyfingu þar sem vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál með því að hreyfa sig daglega.
Í ár var slegið þátttökumet en alls tóku 22.635 landsmenn þátt, sem eru 4.441 fleiri en í fyrra.
Nemendur Kerhólsskóla fengu verðlaun þar sem þau voru í 1. sæti í liðnum flestir dagar yfir allt landið.
Starfsmenn Kerhólsskóla tóku að sjálfsögðu einnig þátt og Antonía Helga hreyfði sig mest meðal starfsmanna Kerhólsskóla.
Yorumlar