Verðlaun fyrir handrit
Í vetur gerðu nemendur miðstigs bók í takt við gömlu handritin þegar þau voru að læra um handrit í samfélagsfræði hjá Helgu og Alice.
Nemendurnir fengu val um að senda handrit í Handritasamkeppni Árnastofnunar, Handritin til barnanna, sem gerð var í tilefni af því að 50 ár eru síðan fyrstu handritin komu heim frá Danmörku. Hátt í hundrað handrit bárust í keppnina. Dómnefnd sem skipuð var þeim Gísla Sigurðssyni, Arndísi Þórarinsdóttur og Goddi tók til starfa í byrjun apríl og skoðaði handrit frá grunnskólanemum víðs vegar að af landinu.
Dómnefnd þótti 13 handrit skara fram úr og fengu höfundar þeirra viðurkenningu. Eva María Gunnarsdóttir starfsmaður Árnastofnunar kom og veitti Karólínu Waagfjörð nemenda í 5. bekk í Kerhólsskóla viðurkenningu ásamt bókaverðlaunum fyrir handritið hennar.
Comments