top of page

Vel heppnuð þemavika

Fyrr í apríl var þemavika í grunnskóladeildinni. Þemað að þessu sinni var Harry Potter og breyttum við skólanum í Hogwarts - skóla galdra og seiða.


Nemendur fengu uglupóst í foreldrasamtölum rúmri viku áður en þemavikan hófst þar sem nemendum var tilkynnt að þau hefðu hlotið skólavist í Hogwarts.


Nemendum og kennurum var skipt niður á heimavistirnar fjórar, Ravenclaw, Hufflepuff, Slytherin og Gryffindor. Dagarnir byrjuðu á heimavistunum þar sem nemendur unnu að ýmsum verkefnum og bjuggu til skreytingar.


Eftir kaffi og frímínútur fóru nemendur í kennslustundir í minni hópum. Kennslustundirnar voru Skrímslafræði og spádómar, Galdrakóðun, Þrautir, Galdraleikir, Galdrar og seiði, Uglupóstur og Quidditch.


Eftir hádegi fóru nemendur í muggatíma samkvæmt muggatöflunum sínum.


Nemendur söfnuðu stigum fyrir heimavistirnar sínar og í lokin vann ein heimavist heimavistarbikarinn útfrá þessum stigum. Gefin voru stig fyrir að búa til bindi í litum heimavistarinnar, merki heimavistar, töfrasprota, galdrahatta og Hogwartsmálverk, skrifa frétt í Spámannstíðindi, æfa galdraþulur, vinna í kastalahefti, finna styrkleika og stofnendur heimavistarinnar. Einnig voru gefin stig fyrir hjálpsemi, góða umgengni og kurteisi ásamt fleiru.


Þemavikan endaði á opnu húsi fyrir foreldra og börnin á leikskóladeildinni þar sem nemendur sýndu þeim afrakstur vikunnar.




Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page