top of page

Upptakturinn - tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna

Upptakturinn slær taktinn á ný


Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna gefur ungu fólki tækifæri til að senda inn eigin tónsmíð og móta hana svo úr verði fullskapað tónverk sem flutt er í Hörpu í samstarfi við nemendur Listaháskóla Íslands og atvinnutónlistarfólk. Tónleikar Upptaktsins fara fram á opnunardegi Barnamenningarhátíðar í Hörpu 24. apríl 2024.


Upptakturinn er árviss viðburður á vegum Hörpu sem nú er haldinn í tólfta sinn. Alls hafa 135 tónverk verið flutt eftir um 200 þátttakendur. Árlega eru sendar inn um það bil 90 tónsmíðahugmyndir sem valnefnd velur úr.


Upptakturinn hlaut alþjóðlegu verðlaunin YAMawards fyrir besta tónlistar- og þátttökuverkefnið 2022.


Ungmenni í 5.-10. bekk geta sent inn hugmyndir að tónsmíðum í því formi sem þau kjósa, á upptöku eða með hefðbundinni eða óhefðbundinni nótnaskrift. Áhersla er lögð á að styðja þau í fullvinnslu hugmyndar, en ungmennin sem komast áfram taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum í skapandi tónlistarmiðlun við


Listaháskóla Íslands, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda tónsmíðadeildar. Að þessu ferli loknu er nýtt tónverk flutt af nemendum LHÍ og atvinnutónlistarfólki, tekið upp og sýnt á RÚV.



Markmið Upptaktsins


- Sköpun: Að stuðla að tónsköpun ungs fólks með því að hvetja börn


og ungmenni til þess að semja eigin tónlist.


- Skráning: Að aðstoða börn og ungmenni við að fullvinna hugmyndir sínar


í vinnusmiðju og varðveita tónlistina.


- Flutningur: Að gefa börnum og ungmennum tækifæri á að upplifa eigin tónlist


í flutningi fagfólks við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar, Hörpu. 



Reglur


- Börnum og ungmennum í 5.-10. bekk er heimilt að taka þátt í Upptaktinum


og senda inn tónsmíð óháð tónlistarstíl. Þau sem komast áfram taka þátt


í tónsmiðjum með nemum úr Listaháskóla Íslands og fagfólki í tónlist.


- Lengd tónverks skal vera 1-5 mínútur að hámarki, annaðhvort einleiks


eða samleiksverk fyrir allt að sjö flytjendur.


- Samstarfs-sveitarfélög þurfa að tengja verkefnastjóra við tengilið innan


sveitarfélagsins sem ber ábyrgð á að koma upplýsingum


sem viðkomandi fær sendar áfram til skólanna.


- Hugmyndir skulu berast ekki seinna en 21. febrúar á netfangið


upptakturinn@gmail.com með nafni höfundar, aldri, símanúmeri,


tölvupóstfangi, grunnskóla, titli verks og verkinu á nótum og/eða MP3 hljóðskrá.



Aðrar upplýsingar


- Dómnefnd: Fagfólk situr í dómnefnd og velur 12-13 verk úr innsendum hugmyndum.


- Tónsmiðja: Verkin sem komast áfram verða fullunnin í tónsmiðju með tónsmíðanemum í Listaháskóla Íslandso og fagfólki í tónlist. Tónsmiðjur fara fram í Listaháskóla


Íslands og Hörpu dagana 11.-19. mars 2024.


- Tónleikar: Miðvikudaginn 24. apríl 2024 verða tónverkin flutt á glæsilegum tónlekum


í Hörpu af fagfólki í tónlist. Tónleikarnir eru hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík.


- Tónsköpunarverðlaunin: Öll verkin sem flutt eru á tónleikunum hljóta tónsköpunarverðlaunin Upptakturinn 2024.


- KrakkaRúv og UngRúv: RÚV er samstarfsaðili Upptaktsins og tekur upp tónleika og


viðtöl við þátttakendur. Hér má sjá upptökur frá Upptaktinum árið 2022.


- Á listveitu List fyrir alla er hægt að finna upptökur frá tónleikum Upptaktsins frá


árunum 2018-2022.



Samstarfsaðilar Upptaktsins


Upptakturinn er á vegum Hörpu í samstarfi við Barnamenningarhátíð Reykjavíkur, Tónlistarborgina Reykjavík, RÚV, Listaháskóla Íslands, Tónlistarmiðstöð Austurlands, Borgarbyggð, Garðarbæ, Kópavogsbæ og Menningarfélag Akureyrar.



Nánari upplýsingar


Á vef Upptaktsins má meðal annars sjá stutta heimildarmynd um verkefnið. Auk Facebook og Instagram síðum Upptaktsins.


Verkefnastjóri Upptaktsins er Elfa Lilja Gísladóttir, sem veitir allar nánari upplýsingar í gegnum upptakturinn@gmail.com og í síma 699-6789. 






Comments


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page