top of page

Umhverfisdagur í frábæru veðri

Á dögunum var umhverfisdagur í Kerhólsskóla. Við byrjuðum á að setja kurl á göngustíga, sópa og tína rusl á skólalóðinni, gera pödduhótel, taka upp plöntur og planta niður í Yndisgarðinn.


Eftir kaffitímann í grunnskóladeildinni voru kennararnir með skapandi stöðvar í boði þar sem nemendur fengu að velja sér hvert og hvenær þau fóru á hvaða stöð, svokallað flæði.


Eftirtaldar stöðvarnar voru í boði:

Sápukúlur

Hálsmen

Útileikir

Tálgun

Útilestur

Jóga

Mála

Hugleiðsla

Útieldun


Leikskóladeildin setti kurl á göngustígana á leikskólalóðinni, tíni rusl og setti tjald út. Inni í tjaldinu voru bækur um umhverfið.



Comments


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page