top of page

Rithöfundur í heimsókn á bókasafnsdeginum

Bókasafnsdagurinn og alþjóðlegur dagur læsis er 8. september. Í ár fékk bókasafnið rithöfundinn Guðna Reyni Þorbjörnsson til að koma og lesa upp úr nýútgefinni bók sinni, Gabríel og skrýtna konan, fyrir grunnskólanemendur Kerhólsskóla og elsta árgang leikskóladeildar Kerhólsskóla. Eftir upplestur fengu nemendur að spyrja Guðna Reyni spurninga.


Á bókasafninu var settur upp myndaveggur í tilefni dagsins.Comments


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page