top of page

Prjónað og heklað af miklum dugnaði

Nemendur á elsta stigi skólans eru í Textíl en þar er m.a. kennt að prjóna og hekla, sem Guðrún Ása Kristleifsdóttir (Gása), kennari hefur m.a. umsjón með. Nemendurnir gátu valið um það hvort þau vildu læra að prjóna, hekla eða sauma en þau völdu öll að læra að prjóna eða hekla. Verkefni nemenda eru misjöfn, einn nemandi er t.d. að prjóna sér lopapeysu á meðan hin völdu að gera eyrnabönd, hárbönd eða hálskraga. Markmiðið er að nemendur verði búnir með verkefni sín í lok febrúar. Á meðfylgjandi myndum má sjá einbeitta nemendur í textíltíma og á einni myndinni er Gása að gefa Gunnari Birki Sigurðssyni í 10. bekk góð ráð í hekli.

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifaði

Comentarios


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page