Manndýr - List fyrir alla
Við í Kerhólsskóla fengum frábært boð um að fá sýninguna Manndýr til okkar fyrir árganga 2016 og 2017 í leikskóladeild og 1.-2. bekk. Sýningin fór fram uppi á sviði í Félagsheimilinu.
Sýningin Manndýr, sem er á vegum List fyrir alla, er þátttökusýning um hlutverk mannsins út frá sjónarhorni barna. Manndýr er á mörkum þess að vera leikverk, innsetning og listasmiðja. Í sýningunni er gestum boðið inn í heim þar sem hægt er að upplifa með eyrum, augum og höndum, sjálf eða í samvinnu.
Sviðshöfundur, listrænn stjórnandi og flytjandi er Aude Busson.
Börnin virtust hafa mjög gaman af og voru virkir þátttakendur.
Við þökkum Aude og List fyrir alla kærlega fyrir okkur.