Kerhólsskóli, leik- og grunnskóladeild, LOKAÐUR mánudag, þriðjudag og miðvikudag nk.
Kæru foreldrar,
Föstudaginn 2. október var viðbragðsteymi sveitarfélagsins virkjað vegna þess að einstaklingur smitaður af covid-19 kom í samfélagið okkar þriðjudaginn 29. september. Þið ættuð öll að hafa fengið tölvupóst þess efnis á föstudaginn. Viðbragðsteymið samanstendur af sveitarstjórn og umsjónarmanni fasteigna. Staðan er sú að 10 starfsmenn eru í sóttkví og verða það þar til þau fá út úr sýnatöku á miðvikudaginn. Út frá þeim upplýsingum hefur viðbragðsteymið tekið þá ákvörðun um að loka öllum stofnunum sveitarfélagsins til og með miðvikudeginum 7. október.
Það þýðir að allt starf í leikskóladeild, grunnskóladeild og frístund fellur niður mánudag, þriðjudag og miðvikudag.
Staðan verður endurmetin þriðjudag/miðvikudag.
Fyrir hönd viðbragðsteymisins,
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Með bestu kveðju,
Ingibjörg Harðardóttir
sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps
Sími: 480-5500
Netfang: gogg@gogg.is
Veffang: www.gogg.is
Borg, 805 Selfoss
Comments