Kaffihús og opið hús föstudaginn 22. mars kl. 9:30-11:00
Öll velkomin á kaffihús og sýningu á afrakstri þemaviku í Kerhólsskóla.
Unglingadeild sér um rekstur kaffihússins Kaffi Ker og allur ágóði rennur í ferðasjóð unglingadeildar.
Tilboð á kaffi og kökum ásamt sölu á viskastykkjum sem unglingadeild bjó til.
Þema vikunnar voru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Comments