Jólastöðvar
Jólastöðvar grunnskóladeildarinnar fóru fram 8. og 9. desember síðast liðinn.
Fyrir yngsta stig var boðið upp á fjórar stöðvar, nammi/konfekt, jólasaga/söngur/spurningakeppni/dans, jólaföndur og íþróttir annan daginn og spil hinn daginn.
Í mið- og elsta stigi voru tvær stöðvar hvorn dag, skógarstöð í smíðastofu og allt í bland í myndmenntastofu fyrri daginn og íþróttastöð og konfektgerð seinni daginn.
Leikskóladeildin er aðeins byrjuð í jólaföndri og mun vera áfram í þeirri vinnu til jóla. Þau eru meðal annars búin að skreyta jólatré.
Comments