top of page

Jólaball 2020

Jólaball leik- og grunnskóladeildarinnar fór fram föstudaginn 18. desember með breyttu sniði þar sem við gátum ekki tekið á móti foreldrum í ár að auki voru jólaböllin tvo þar sem leikskóladeildin var með eitt og grunnskóladeildin annað. Allir nemendur beggja deilda fengu gómsætan jólamat í hádeginu, hangikjöt með öllu tilheyrandi.


Jólaball leikskólans var uppi á sviði í Félagsheimilinu. Börnin dönsuðu í kringum jólatréð og sungu með starfsfólki leikskólans. Hurðaskellir kom og dansaði með. Eftir dansinn og smá spjall við jólasveininn gaf hann öllum börnunum poka með góðgæti og jólatrésskrauti og hélt svo sína leið.

Jólaball grunnskólans gekk einnig vel, nemendur 1.-4. bekkjar sungu og dönsuðu í kringum jólatréð ásamt nokkrum starfsmönnum grunnskólans. Hurðaskellir kom, dansaði með þeim og skellti hurðum eins og honum einum er lagið. Eftir dansinn gaf jólasveinninn nemendunum poka með góðgæti og jólatrésskrauti.

Eldri nemendur skólans fengu heimsókn frá Hurðaskelli inni á bókasafni.
Comments


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page