top of page

Hefðbundinn skóladagur fimmtudaginn 8. október

Kæru foreldrar,

Viðbragðsteymi sveitarfélagsins fundaði fyrr í dag. Nú liggja niðurstöður fyrir úr sýnatöku starfsmanna sem settir voru í sóttkví á föstudaginn. Samkvæmt þeim hefur enginn starfsmaður reynst smitaður. Viðbragðsteymi sveitarfélagsins fagnar þessum niðurstöðum. Jafnframt verða þessar upplýsingar til þess að áður nefnd fyrirmæli um að starfsfólk og nemendur séu í smitgát falla úr gildi. Þar af leiðandi mun öll starfsemi sveitarfélagsins hefjast aftur fimmtudaginn 8. október með þeim takmörkunum sem hér má sjá: https://www.gogg.is/is/covid-19-upplysingar-i-grimsnes-og-grafningshreppi


f.h. viðbragðsteymisins,

Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri


Með bestu kveðju, Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps Sími: 480-5500 Netfang: gogg@gogg.is Veffang: www.gogg.is Borg, 805 Selfoss



Comments


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page