top of page

Haustsamtöl foreldra

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Kerhólsskóla.


Nú fer senn að lýða að haustsamtölum foreldra, nemenda og kennara.

Að þessu sinni verða samtöIin tekin í gegn um TEAMS fundarkerfið á netinu, þar sem Covid faraldur geisar um heiminn.

Við ætlum að leggja okkar að mörgum til að sporna við smitum og bregðum þess vegna á þá leið að hitta ykkur á netinu.


Kennarar senda á ykkur fundarboð með tímasetningu.

Það sem báðir foreldrar þurfa að gera er að hlaða niður appinu sem fundirnir verða haldnir í.

Það er hægt að sitja við eina tölvu eða síma, allri saman (pabbi, mamma, barn) og einnig er hægt að vera á sitt hvorum staðnum í sinni tölvunni eða símanum hver.

Allt eftir því hvað hentar ykkur.



Ef þið verðið í samtalinu í gegn um TÖLVU þá er nóg að:

1) Kíkja á tölvupóstinn ykkar

2) Opna linkinn með því að ýtið þið á: Join Micoosoft Teams Meeting:

3) Skrifa nafnið sitt eða ykkar:

4) Ýta á: Join Now:

5) Þegar búið er að ýta á hlekkinn þá þarf að ýta á samþykkja þar til þið eruð komin í gegn.

6) Passið að hafa kveikt á MYNDAVÉL og HLJÓÐNEMA

7) Kennarinn opnar síðan á spjallið til ykkar á þeim tíma sem búið er að senda á ykkur.

8) Ekki örvænta þó þið þurfið eitthvað að bíða, við verðum þá í sambandi :) Ef einhverjir tæknilegir erfiðleikar koma fram þá finnum við út úr því saman

9) Vinsamlegsat verið búin að opnna á fundinn 10 mínútum fyrir áætlaðan fundartíma til að kanna hvort TEAMS kerfið opnist ekki örugglega í tölvunni eða símanum ykkar :)


Ef þið eruð núþegar með TEAMS í tölvunni ykkar þá á þetta ekki að vera neitt vesen.



Ef þið verðið í samtalinu í gegn um SÍMA þá þarf að:

1) Undirbúa sig með góðum fyrirvara með því að hlaða niður úr Play Store eða App Store forritið sem heitir MICRASOFT TEAMS

2) Síðan þaf að fara út úr forritinu og loka því þegar það er hlaðið inn í símann

3) Því næst kíkjið þið á tölvupóstinn ykkar

4) Opna linkinn með því að ýtið þið á: Join Micoosoft Teams Meeting:

5) Skrifa nafnið sitt eða ykkar:

6) Ýta á: Join Now:

7) Þegar búið er að ýta á hlekkinn þá þarf að ýta á samþykkja þar til þið eruð komin í gegn.

8) Passið að hafa kveikt á MYNDAVÉL og HLJÓÐNEMA

9) Kennarinn opnar síðan á spjallið til ykkar á þeim tíma sem búið er að senda á ykkur.

10) Ekki örvænta þó þið þurfið eitthvað að bíða, við verðum þá í sambandi :) Ef einhverjir tæknilegir erfiðleikar koma fram þá finnum við út úr því saman

11) Vinsamlegsat verið búin að opnna á fundinn 10 mínútum fyrir áætlaðan fundartíma til að kanna hvort TEAMS kerfið opnist ekki örugglega í tölvunni eða símanum ykkar :)



Okkur hlakkar til að hitta ykkur á fundi á nýjum stað hér í tölvunni.

Ef það eru einhverjar spuringar um þetta fyrirkomulag þá endilega hafið samband við okkur í Kerhólsskóla á ritari@kerholsskoli.is eða í síma 480-5520 og við hjálpum ykkur í gegn um þetta :)

Við erum öll Almannavarnir.


Kærar kveðjur frá starfsfólki Kerhólsskóla

Comments


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page