top of page

Handritin til barnanna

Á dögunum fengu nemendur miðstigs heimsókn frá fræðurum á vegum verkefnisins Handritin til barnanna sem Árnastofnun gengst fyrir í tilefni af því að í vor verða 50 ár liðin frá heimkomu handritanna. Fræðararnir heita Snorri Másson (BA í íslensku) og Jakob Birgisson (skemmtikraftur). Þeir fjölluðu um handritaarfinn og sýndu efnivið sem notaður var á miðöldum til að búa til handrit eins og þau sem Árnastofnun varðveitir, fræddu um handritin og Árna Magnússon sem var mikilvirkasti handritasafnari Íslands.


Í vetur gerðu nemendur miðstigs bók í takt við gömlu bækurnar þegar þau voru að læra um handritin í tíma hjá Helgu íslensku kennara.コメント


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page