top of page

Hættustig vegna hættu á gróðureldum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Svæðið sem um er að ræða nær frá Breiðafirði að Eyjafjöllum. Þessi ákvörðun er byggð á undanfarið hefur lítið rignt þessu svæði og veðurspá næstu daga sýnir ekki neina úrkomu af ráði.


Almenningur og sumarhúsaeigendur á svæðinu eru hvattir til að:

• Ekki kveikja eld innan sem utandyra (kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira) • Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill • Kanna flóttaleiðir við sumarhús • Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun • Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista • Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta) • Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er



Commentaires


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page