top of page

Grunnskóli fellur niður 25. og 26. mars

Eftirfarandi bréf var sent til foreldra / forráðamanna með tölvupósti.


Bréf til foreldra vegna fjórðu bylgju covid19Stjórnendur fóru yfir skipulag næstu daga vegna tilmæla Almannavarna vegna covid ástands í samfélaginu. Ekki má vera staðnám í grunnskóladeild og ekki vera fleirri en 10 manns í rými, með 2 metra á milli sín, þar með talin börn á grunnskólaldri.


Öll grunnskólabörn verða því heima á morgun og föstudag, 25.-26. mars 2021. Frístund verður einnig lokuð.


Að þessu sögðu verða öll foreldrasamtölin á TEAMS, þar sem umjónakennarar senda út í dag eða á morgun.


Samkvæmt Menntamálaráðherra þá verður allt leikskólastarf óbreitt. Eins og staðan er hjá okkur í dag eru færri en 10 starfsmenn við vinnu í einu í leikskóladeild. Börn á leikskólaaldri eru ekki talin með þegar talað er um fjölda í rými.


Við munum senda bréf á foreldra í dag og síðan aftur fyrir helgina með nánari tilhögun skólahalds eftir páka. Eins og staðan er í dag er gert ráð fyrir fjarkennslu í 2 vikur eftir páskafrí (eftir því sem við best vitum núna). Umsjónakennarar munu ræða fjarkennslutilhögun nánar við ykkur í foreldrasamtölunum á föstudaginn.


Nemendur sem gætu þurft komast til að sækja eitthvað eða ganga frá einhverju fyrir páskaleyfi eru velkomnir en þurfa að hafa í huga að gæta að sóttvörnum. Skólinn verður læstur en hringja má í síma 480 5500 og við munum koma og opna fyri þeim sem það þurfa.


Á þessari stundu er óvíst hvað tekur við að loknu páskaleyfi en við munum senda tölvupóst um leið og það liggur fyrir.Með von um áframhaldandi gott samstarf.

Jóna Björg Jónsdóttir

Skólastjóri Kerhólsskóla

Comments


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page