Grænfánaafhending í fimmta sinn
Á dögunum fékk Kerhólsskóli afhentan Grænfánann í fimmta sinn. Fulltrúi frá Landvernd kom til að afhenda fánann, en grænfáninn er veittur skólum sem vinna markvisst að menntun til sjálfbærni.
Nemendur í leik- og grunnskóladeild Kerhólsskóla skrifuðu undir umhverfissáttmála skólans sem að þessu sinni var tré sem umvefur jörðina, nemendur skreyttu sitt laufblað og hengdu á tréð. Umhverfissáttmálinn er síðasti liðurinn af skrefunum 7 sem stigin eru í átt að umsókn um Grænfána.
Fulltrúar grænfánanefndar tóku á móti fánanum. Að lokinni afhendingu fóru nemendur grunnskólans í Fangaðu flaggið og í tilefni af afhendingu Grænfánans fengu allir í Kerhólsskóla köku.
Comments