top of page

Dagur gegn einelti 8. nóv

Dagur gegn einelti er 8. nóvember og Kerhólsskóli sýndi samstöðu gegn einelti.


Markmið dagsins er að skapa umræðu og veita fræðslu til þess að vinna gegn einelti. Þannig er stuðlað að jákvæðum samskiptum og vinátta efld.


Að því tilefni útbjuggu nemendur leik- og grunnskóla Kerhólsskóla hjarta með jákvæðum setningum. Að því loknu fóru allir út á torgið fyrir framan skólann og mynduðu mannlegt hjarta. Skólabjallan var látin ganga á milli og hver og einn hringdi bjöllunni. Það var til marks um það að viðkomandi ætlar að koma fallega fram við alla, bæði börn og fullorðna.


Samskiptateymi Kerhólsskóla







Comments


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page