top of page

Breytt fyrirkomulag við niðurfellingu leikskólagjalda í skólafríum

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 6. desember 2023 að leikskóladeild Kerhólsskóla skuli vera opin alla virka daga um jól, páska og vetrarfrí út þetta kjörtímabil.


Leikskólagjöld verða felld niður vegna virkra daga í jólafríi, páskafríi og vetrarfríi grunnskóladeildar Kerhólsskóla vegna barna sem ekki sækja leikskóla á þeim tíma enda hafi foreldrar eða forráðamenn sótt um niðurfellingu. Lágmarksfjöldi skráðra barna í leikskólanum skal vera þrjú til að leikskóladeild haldist opin á viðkomandi dögum.


Frestur til að sækja um niðurfellingu á þessum dögum er tvær vikur, 14 dagar fyrir upphaf frís.

Commenti


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page