Baráttudagur gegn einelti
Baráttudagur gegn einelti var 8. nóvember og þá var vináttan í lykilhlutverki í Kerhólsskóla.
Nemendur leik- og grunnskóla Kerhólsskóla mynduðu vináttuhring á nýja torginu hér á Borg með því að haldast öll í hendur, hver og einn nemandi fékk að hringja skólabjöllunni til að sýna samstöðu gegn einelti.
Nemendur grunnskólans gerðu einnig vináttuhjarta sem er samvinnulistaverk um vináttu og börnin í leikskólanum bjuggu til vináttuarmband.
Yorumlar