top of page

Bólusetningardagur í Kerhólsskóla

Þriðjudaginn 18. maí nk. verða 15 starfsmenn Kerhólsskóla, leik- og grunnskóladeild, bólusettir klukkan 14:30 á Selfossi. Við þurfum að gera ráðstafanir vegna þessa og biðlum við til foreldra að sýna því skilning. Þegar við erum öll orðin bólusett þá verður samfélagið okkar öruggara fyrir okkur öll í þessum heimsfaraldri.


Leikskóladeild:

. Leikskóladeild lokar þriðjudaginn 18.maí klukkan 13:30.

. Hugsanlega þarf að virkja fáliðunaráætlun skólans 19.maí og jafnvel hafa leikskóladeild lokaða þann daginn ef bóluefnið fer illa í starfsmenn. Biðjum við foreldra að sýna því skilning.

. Foreldrar fá boð frá skólastórnendum eins fljótt og hægt er um breytingar á skólastarfinu.


Grunnskóladeild:

. Skólastarfi lýkur þriðjudaginn 18.maí klukkan 13:30.

. Skólabílar fara klukkan 13:40

. Biðjum við þá foreldra sem hafa tök á að taka á móti börnum sínum strax er skóla lýkur þennan dag, að gera það.

. Vinsamlegast látið skólaritara vita í síma 480-5520 eða ritari@kerholsskoli.is



Virðingarfyllst

Stjórnendur Kerhólsskóla




댓글


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page