top of page

Allt skóla- og frístundastarf fellur niður vegna kvennaverkfalls

Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023, þar sem konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann daginn.


Ljóst er að loka þurfi leikskóla, grunnskóla og frístund þennan dag þar sem stór hluti starfsfólksins þar eru konur. Fellur því allt skóla- og frístundastarf niður þennan dag.


Grímsnes og Grafningshreppur styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegin fólks og leitar því til forráðamanna að sýna þessari röskun skilning.
Commentaires


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page