top of page

7. bekkur keppir í First Lego League um helgina

Nemendur 7. bekkjar ásamt Rögnu keppa í First Lego League Ísland 2024 16. nóvember í Háskólabíó.


First Lego League keppnin miðar að því að vekja áhuga á uppgötvunum, vísindum og tækni og um leið efla færni og lausnamiðaða hugsun hjá grunnskólanemendum á aldrinum 10-16 ára.


Þema ársins 2024 er "NEÐANSJÁVAR" þar sem liðin nota skapandi hugsun og vísindi til að kanna lög hafsins og koma hugmyndum sínum og lærdómi upp á yfirborðið.


Lið Kerhólsskóla heitir Kraftboltar


Við hvetjum ykkur til að fylgjast með keppninni annað hvort í Háskólabíó eða í gegnum hlekkinn á streymi: https://vimeo.com/event/4717869/embed/4f4dd36ad9











Comments


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page