top of page

Skólasetning 20. ágúst 2020

Skólasetning 20. ágúst 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn

Skólasetningin verður ekki með hefðbundnum hætti þetta haustið vegna COVID-19 heldur mæta nemendur á eftirfarandi tímum með öðru foreldrinu í sínar stofur og hitta umsjónarkennara.

Kl. 12.30 mætir 1. bekkur og hittir Önnu Katrínu.

Kl. 13.00 mætir 2. bekkur og hittir Þóru.

Kl. 13.30 mætir 3. - 4. bekkur og hittir Rebekku.

Kl. 14.00 mætir 5. – 6. bekkur og hitta Alice og Helgu.

Kl. 14.30 mætir 8. – 10. bekkur og hittir Sigfús. Ganga inn um inngang sveitastjórnar.

Frístund verður opinn á skólasetningardaginn en þá er öllum nemendum grunnskóladeildar boðið að vera í frístund á meðan foreldrar fylgja systkinum í sínar stofur. Opið frá 12.30 -15.15. Starfsmenn frístundar senda börnin sem eru þar að bíða í sína skólasetningu svo foreldrar þurfa ekki að sækja þau í frístund.

Ég vil biðja þá foreldrar sem þurfa að bíða á milli þess sem þau hitta kennara barna sinna að fara inn í matsal/Félagsheimili, bíða þar og passa að halda fjarlægðarmörk.

Fyrir hönd Kerhólsskóla

Íris Gunnarsdóttir

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page