top of page

Heimsókn í Björk og Þrastaskóg

Nemendur grunnskóladeildar Kerhólsskóla gerðu sérð lítið fyrir miðvikudaginn 3. júní og hjóluðu frá skólanum að Björk þar sem Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri og hennar maður tóku á móti hópnum. Krakkarnir fengu að skoða hestana og hlaupa um í sveitinni, auk þess sem boðið var upp á djús og kex. Heimsóknin tókst einstaklega vel og þakkar skólinn fyrir frábærar móttökur.

Eftir að það var búið að hjóla heim aftur var haldið í Þrastaskóg þar sem foreldrafélag skólans sá um að grilla pylsur og bjóða upp á drykki til að skola þeim niður. Einnig var farið í nokkra leiki á flötinni. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel enda veður með allra besta móti og allir komnir í sumarskap. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Björk og Þrastaskógi á þessum skemmtilega degi.

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page