Heimsókn í Björk og Þrastaskóg

June 14, 2020

Nemendur grunnskóladeildar Kerhólsskóla gerðu sérð lítið fyrir miðvikudaginn 3. júní og hjóluðu frá skólanum að Björk þar sem Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri og hennar maður tóku á móti hópnum. Krakkarnir fengu að skoða hestana og hlaupa um í sveitinni, auk þess sem boðið var upp á djús og kex. Heimsóknin tókst einstaklega vel og þakkar skólinn fyrir frábærar móttökur.

 

Eftir að það var búið að hjóla heim aftur var haldið í Þrastaskóg þar sem foreldrafélag skólans sá um að grilla pylsur og bjóða upp á drykki til að skola þeim niður. Einnig var farið í nokkra leiki á flötinni. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel enda veður með allra besta móti og allir komnir í sumarskap. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Björk og Þrastaskógi á þessum skemmtilega degi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Please reload

Nýlegar fréttir
Please reload

Mánuðir 
Please reload

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 801 Selfoss