top of page

Fimm nemendur útskrifaðir úr 10. bekk og 10 úr leikskólanum

Það var hátíðleg stund í félagsheimilinu Borg fimmtudaginn 4. júní þar sem útskrift úr Kerhólsskóla fór fram. Fyrst voru 10 nemendur útskrifaðir úr leikskóladeild og svo voru 5 nemendur útskrifaðir úr 10.bekk. Allir nemendur skólans fengu líka afhentan vitnisburð fyrir veturinn. Að lokum var boðið upp á kaffiveitingar. Fram kom í máli Jónu Bjargar Jónsdóttur, skólastjóra að veturinn hafi verið skrýtin vegna slæms tíðarfars og vegna Covid-19. Þrátt fyrir það hafi nemendur og starfsmenn staðið sig frábærlega vel við að halda skólastarfinu gangandi og allir hafi leyst sín verkefni með bros á vör.

Nemendurnir fimm kátir og hressir eftir að hafa lokið grunnskólanámi við Kerhólsskóla. Þetta eru þau, talið frá vinstri, Sindri Már Tinnuson Guðmundur Björgvin Guðmundsson Helga Laufey Rúnarsdóttir Margrét Bergsdóttir Vala Benediktsdóttir.

Tíu nemendur úr leikskóladeild útskrifuðst og munu þeir allir hefja nám í 1. bekk grunnskóladeildar í haust.

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page