top of page

Vatnið í sveitinni okkar

Nemendur hafa unnið áhugavert verkefni á síðustu vikum í útinámstímum hjá Guðrúnu Ásu Kristleifsdóttur, íþróttakennara. Unnið var í stöðvavinnu um vötnin í Grímsnes og Grafningshreppi. Ástæðan fyrir því að vötnin voru valin er þemavinna nemenda í Grænfánaverkefni skólans. Nemendurnir voru í aldurblönduðum hópum frá elsta árgangi í leikskóla og upp í 10.bekk.

„Eftir að hafa skoðað kort af sveitarfélaginu og sé bæði hvar vatnið rennur og rætt aðeins um það hvernig vatn er hvar, var eitt vatn eða á valið og verkefnunum skipt á nemendur eftir aldri og getu. Finna átti upplýsingar um vatnið eða ána, finna myndir á netinu og teikna myndir. Margir nemendur höfðu mjög gaman af þessu og þá sérstaklega af því að finna hvar þeir eiga heima á kortinu og hvaða vötn, ár og lækir eru nálægt heimilum þeirra“, segir Guðrún Ása.

Verkefninu hefur nú verið komið fyrir á stórum vegg í skólanum þannig að þeir sem fara þar um geta séð hvernig vötnin tengjast innan sveitarfélagsins.

Vatnið í sveitinni okkar kallast verkefni nemenda, mjög skemmtilegt og fróðlegt.

Verkefnið prýðir einn vegg skólans með áhugaverðum og flottum upplýsingum.

Hér eru upplýsingar um Hvítá á veggspjaldinu.

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page