Gaf leikskólanum prjónuð dúkkuföt

Rut Guðmundsdóttir, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Borg kom færandi hendi til leikskóladeildar Kerhólsskóla þriðjudaginn 13. maí þegar hún afhenti leikskólanum að gjöf fullan poka af dúkkufötum, sem hún hefur prjónað á síðustu mánuðum. Fjölbreytt úrval af fötum var í pokanum, sem eru strax farið að vekja mikla lukku hjá leikskólabörnunum. Starfsfólk leikskólans þakkar Rut heilshugar fyrir þessa frábæru gjöf. Á myndinni er hún (t.v.), ásamt Sigríði Þorbjörnsdóttur, deildarstjóra leikskólans þegar afhending fór fram, ásamt þremur leikskólabörnum. Einnig er mynd af hluta af fötunum sem Rut prjónaði.

Nýlegar fréttir
Mánuðir