top of page

Fengu hjálma að gjöf frá Kiwanis

Nemendur 1. bekkjar fengu í dag gefins reiðhjólahjálma frá Kiwanis á Íslandi en þetta er 11 árið sem öllum 1.bekkingum landsins er afhentur hjálmur. Þetta eru um 45.000 hjálmar sem afhentar hafa verið á landsvísu og 50.000 að meðtöldum hjálmunum, sem einstakir klúbbar afhentu áður. Markmið hjálmaverkefnis Kiwanis hefur frá upphafi verið að stuðla að öryggi barna í umferðinni með því að gefa nemendum í 1.bekk reiðhjólahjálma og bæta þannig öryggi þeirra í umferðinni og koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp. Eimskip er samstarfsaðili Kiwans í verkefninu, sem kallast „Hjálmaævintýri Kiwanis“.

Nemendur Kerhólsskóla þakka fyrir sig og ætla að alltaf að hafa hjálm á höfðinu þegar þau hjóla úti í vor og í sumar. Á myndinni eru þau með gjöfina, ásamt umsjónakennara sínum, Þóru Gylfadóttur.

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page