Sömdu leikrit um kórónaveiruna
Það er ekki bara fullorðna fólkið sem hugsar um kórónaveirunna og hefur áhyggjur af henni og hvað gerðist næstu misserin með veiruna. Börn og unglingar hugsa líka um afleiðingar Covid-19 og spá og spekúlerar um allt það helsta sem við kemur veirunni, auk þess að heyra fullorðna fólkið tala um veikina. Fjórar stelpur í 4. bekk tóku sig til í gær og sömdu leikrit um kórónuveiruna og frumfluttu það í dag á sviðinu í félagsheimilinu Borg. Allar stóðu sig með mikilli prýði og þótti áhorfendum leikritið mjög skemmtilegt þó undirtón þess hafi verið alvarlegur eins og Covid-19 er. Höfundar og leikrar verksins voru þær Mathdia Amiri, Sigurrós Bolladóttir, Karólína Waagfjörð og Thelma Sif Jóhannesdóttir.
Leikararnir og höfundar leikritsins, frá vinstri, Thelma Sif, Karólína, Mahdía og Sigurrós.