Skólastarf næstu tvær vikurnar
Kæru foreldrar/forráðmenn Nú erum við hér í Kerhólskóla búin að skipuleggja skólastarfið eins og við sjáum það fyrir okkur næstu tvær vikur það er fram að páskafríi. Við gerum okkar besta til að fara eftir því sem okkur er uppálagt af yfirvöldum v. COVID-19 veirunnar. Breytingin frá þessari viku sem er að líða er sú að nú koma allir nemendur annan hvern dag í skólann næstu tvær vikur og eru því tvo daga aðra vikuna en þrjá daga hina vikuna. Unglingarnir í 8.-10. bekk eiga að ganga inn um inngang sveitastjórnarskrifstofunnar. Af því að þeirra eina stofa á þessum tíma er náttúrufræðistofan. Allir nemendur mæta sem hér segir. 1. bekkur og 3.-4. bekkur og 8.-10. bekkur mæta þriðjudaginn 24.mars, fimmtudaginn 26., mánudaginn 30. mars og miðvikudaginn 1.apríl og föstudaginn 3. apríl. 2. bekkur og 5.-7. bekkur mæta mánudaginn 23. mars, miðvikudaginn 25.mars, föstudaginn 27.mars, þriðjudaginn 31. mars og fimmtudaginn 2. apríl. Kennarar munu senda verkefni heim með nemendum og mun hver kennari gera grein fyrir sínu. Við höfum gert okkar besta til að setja saman systkini og starfsmenn þannig að þau eru eins og hægt er saman í grunnskólanum/leikskólanum/vinnu. Því miður gengur það ekki alveg í öllum tilvikum. Þar sem Íþróttahúsið og sundlaugin eru ekki opin þessa daga þá er farið út í hreyfingu með alla bekki á hverjum degi og því nauðsynlegt að vera ALLTAF með góð og hlý útiföt. Við biðjum foreldra um að halda börnum heima sem eru með einhver flensueinkenni, meðan þetta ástand varir. Frístund: Nemendur sem eru í frístund geta verið þar þá daga sem þeir mæta í skólann og er hún opin frá því að skóla líkur þessa daga kl. 14.10.
Leikskóladeild :
Annar hópurinn mætir þriðjudaginn 24.mars, fimmtudaginn 26.mars, mánudaginn 30. mars og miðvikudaginn 1.apríl, föstudaginn 3.apríl, og þriðjudaginn 7. apríl.
Hinn hópurinn mætir mánudaginn 23.mars, miðvikudaginn 25.mars, föstudaginn 27.mars, þriðjudaginn 31. mars og fimmtudaginn 2.apríl, mánudaginn 6.apríl, og miðvikudaginn 8. apríl.
Við biðjum foreldra um að halda börnum heima sem eru með einhver flensueinkenni, meðan þetta ástand varir. Einnig vil ég biðja um að þið passið vel uppá að börnin þvoi hendur áður en þau fara inn í leikskólann og sjá til þess að þau geri það vel.
Vil ég þakka ykkur kærlega fyrir gott samstarf á þessum erfiðu tímum sem við erum að öll að ganga í gegnum saman.
Fyrir hönd Kerhólsskóla
Veiga Dögg
[if !supportLineBreakNewLine] [endif]