Skólastarf raskast.
Skólastarf mun ekki vera með hefðbundnum hætti hjá okkur í Kerhólsskóla á meðan á samkomubanni stendur. Við höfum því skipt nemendum grunnskólan í þrjá hópa ásamt starfsfólki og leikskóla í tvo hópa.
Skipulag næstu daga í grunnskóladeild :
Mánudagur og fimmtudagur munu 2.bekkur og 5.-7.bekkur vera ásamt kennurum og starfsfólki sem vinna með þeim.
Þriðjudagur og föstudagur verða 1.bekkur og 3.-4.bekkur starfsfólki sem vinna með þeim.
Miðvikudagur verða 8.-10.bekkur ásamt starfsfólki.
Skipulag leikskóladeildar:
Þriðjudagurinn 17.mars og fimmtudagur 19.mars mætir annar hópurinn
Miðvikudagurinn 18.mars og föstudagur 20.mars mætir hinn hópurinn
Við í 1.bekk og 3.-4. bekk áttum góðan dag þrátt fyrir allt. Gengum míluna öll saman, lékum okkur og unnum auðvitað líka í vinnubókum.
Meðfylgjandi myndir eru af nemendum 3-4 bekkjar að útbúa þrautabrautir um skólann.