top of page

Komu sveitarstjóranum á óvart

Nokkrir nemendur skólans, sem eru í frístund komu Ingibjörgu Harðardóttur, eða Ingu eins og hún er alltaf kölluð á óvart þegar þeir mættu á skrifstofuna til hennar mánudaginn 2. mars en þann dag átti hún afmæli. Krakkarnir höfðu skrifað afmæliskveðja á blað handa henni og skreytt með myndum, sem þau færðu sveitarstjórnum, auk þess að syngja afmælissönginn. Uppátkið vakti lukku á meðal starfsmanna skrifstofunnar og ekki síst afmælisbarni dagsins, sem hrósaði krökkunum í hástert fyrir framtakið.

Á annari myndinni er Inga að taka á móti gjöfinni frá krökkunum og á hinni má sjá textann og myndirnar, sem skrifað var á blaðið í tilefni af afmælinu.

Fyrir hönd Kerhólsskóla

Magnús Hlynur og Veiga Dögg

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page