top of page

Ísold Assa varð í öðru sæti í Stóru upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Árnesþingi 2020 var haldin í Árnesi þriðjudaginn 3. mars en gestgjafi keppninnar í ár var Þjórsárskóli. Keppnin er samstarfsverkefni Radda, sem eru samtök um vandaðan upplestur og framsögn og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Tveir keppendur kepptu frá sex skólum eða tólf nemendur. Skólarnir eru; Bláskógaskógaskóli Laugarvatni, Bláskógaskóli, Reykholti, Flóaskóli, Flúðaskóli, Kerhólsskóli og Þjórsárskóli.

Ísold Assa Guðmundsdóttir, nemandi í 7. bekk Kerhólsskóla stóð sig frábærlega en hún endaði í öðru sæti. Matthías Fossberg Matthíasson, keppti líka fyrir hönd skólans og stóð sig mjög vel. Úrslitin keppninnar urðu annars þannig að í fyrsta sæti varð Eyrún Huld Ingvarsdóttir frá Þjórsárskóla, Ísold Assa varð í öðru sæti og Júlía Kolka Martinsdóttir frá Flóaskóla varð í þriðju sæti. Keppendur fengu allir bókagjöf og viðurkenningu fyrir þátttöku. Sigurvegarar hlutu einnig peningagjöf.

Í dómnefnd sátu; Jón Hjartarson fyrir hönd Radda, Hlíf Sigríður Arndal, fyrrverandi forstöðumaður Bókasafnsins í Hveragerði og kennari og Jón Özur Snorrason íslenskukennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Skáld keppninnar í ár voru Birkir Blær Ingólfsson og Jón Jónsson úr Vör. Keppendur lásu úr verkum þeirra og að auki ljóð að eigin vali.

Tónlistaratriði á hátíðinni voru frá Tónlistarskóla Árnesinga.

===============

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page