top of page

Öskudagurinn 2020

Öskudagurinn var haldin hátíðleg í skólanum eins og hefð er fyrir. Starfsfólk og nemendur komu í öskudagsbúningum í skólann öllum til ánægju og yndisauka. Skóladagurinn var hefðbundinn fram að hádegi en kl 12:30 fóru allir saman út í íþróttahús þar sem foreldrafélagið og nemendafélagið sáu um skemmtun. Þar var kötturinn sleginn úr tunnunni, farið í leiki og veitt voru verðlaun fyrir heimagerða og keypta búninga. Krakkarnir komu einnig við á skrifstofu sveitarfélagsins og sungu, ásamt því að syngja fyrir starfsfólk íþróttahússins. Á báðum stöðum fengu þau nammi að launum. Magnús Hlynur tók meðfylgjandi myndir á skemmtuninni, sem segja allt sem segja þarf um stemmingu dagsins, myndirnar tala sínu máli.

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page