top of page

Stórskemmtileg upplestrakeppni

Fimmtudaginn 13. febrúar fór fram stórskemmtileg upplestrakeppni á meðal nemenda í 7. bekk skólans en sigurvegarar keppninnar munu taka þátt í Stóru upplestrakeppninni, sem fer fram í Þjórsárskóla í Flóahreppi 3. mars. Fimm nemendur tóku þátt í keppninni eða þau Ingibjörg Elka, Ísold Assa, Katla Rún, Matthías Fossberg og Viðar Gauti. Skáld keppninnar voru þau Ævar Þór Benediktsson og Anna Sigrún Snorradóttir. Í fyrri umferðinni lásu krakkarnir úr verkum annars hvors höfundarins og í þeirri síðari fóru þau með ljóð, sem þau höfðu valið sjálf. Dómnefnd var skipuð þeim Elinborgu Sigurðardóttur, formanns Sambands sunnlenskra kvenna og þeim Lindu Sverrisdóttur og Steinari Sigurjónssyni, starfsfólki Grímsnes og Grafningshrepps. Niðurstaða dómnefndar varð sú að þau Ísold Assa Guðmundsdóttir og Matthías Fossberg Matthíasson yrðu fulltrúar Kerhólsskóla í Stóru upplestrakeppninni og að varamaður yrði Viðar Gauti Jónsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson tók meðfylgjandi ljósmyndir á keppninni.

Einbeittir nemendur 7. bekkjar áður en keppnin hófst í félagsheimilinu á Borg.

Þeir Guðmundur Björgvin Guðmundsson (t.v.) og Gunnar Birkir Sigurðsson sáu um að kynna keppnina og stóðu sig vel í því hlutverki.

Hlutverk dómnefndarinnar var erfitt og flókið enda stóðu allir nemendurnir sig með mikilli prýði í keppninni. Þetta eru þau frá vinstri, Linda, Elinborg og Steinar.

Nemendurnir með kennurum sínum en stífar æfingar stóðu yfir í nokkrar vikur áður en keppnin sjálf var haldin, en það eru þær Helga Haraldsdóttir og Alice Petersen.

Sigurvegar upplestrakeppninnar, frá vinstri, Matthías Fossborg, Viðar Gauti (varamaður) og Ísold Assa.

Fyrir hönd Kerhólsskóla

Magnús Hlynur og Veiga Dögg

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page