top of page

Haldið upp á Dag leikskólans 6. febrúar

Leikskóladeild hélt upp á Dag leikskólans fimmtudaginn 6. febrúar með því að bjóða bekkjum grunnskólans, sveitarstjórn og starfsfólkinu á skrifstofu Grímsnes og Grafningshrepps i heimsókn. Flæði var í gangi þar sem að hægt var að fylgjast með og taka þátt með börnunum í leik og starfi. Framtakið mæltist mjög vel fyrir og vakti mikla lukku. Grunnskóla börnin voru ekki búin að gleyma neinu frá sinni leikskólatíð og nutu sín í leiknum með leikskólabörnunum.

Dagur leikskólans var nú haldinn í 13. sinn á Íslandi en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á Dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Sigríður Þorbjörnsdóttir, deildarstjóri leikskóladeildar Kerhólsskóla tók meðfylgjandi myndir á deginum. 26 börn eru í leikskólanum á aldrinum eins til fimm ára.

Fyrir hönd Kerhólsskóla

Veiga Dögg og Magnús Hlynur

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page