Frábært námskeið í upplýsingatækni
Starfsmenn skólans sóttu vel heppnað upplýsingatækninámskeið í skólanum síðdegis 4. febrúar. Leiðbeinandi var Álfhildur Leifsdóttir, kennari við Ársskóla á Sauðárkróki. Yfirskrift námskeiðsins var „Tækni í kennslu, ávinningur og áskoranir“. Álfhildur koma víða við í erindi sínu og talaði um allar þær áskoranir sem upplýsingatæknin gefur í námi og starfi og hvatti starfsmenn til að nýta sér tæknina til náms. Það efli námsáhuga nemenda og efli sköpun, samvinnu og samskipti þeirra. Hún fjallaði líka um hvaða möguleika tækni í kennslu opnar, t.d. hvað varðar námserfiðleika, einstaklingsmiðað nám og ekki síst aukin tækifæri nemenda til að skapa og nýta styrkleika sína til fulls í náminu. Námskeiðið tókst frábærlega enda var mikil ánægja með það.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á námskeiðinu.
Álfhildur er umsjónarkennari við Árskóla á Sauðárkróki. Hún hefur langa reynslu af því að nota upplýsingatækni í skólastarfi og heldur úti bloggsíðu um tækni og forritun, sjá hér: https://alfhildur.com/
Starfsfólk leikskóladeildar og grunnskóladeildar sótti námskeiðið.
Í hópverkefninu þurfti að láta hugan reika og hugsa niðurstöðurnar áður en þær voru settar á blað.
Álfhildur nýtir sér upplýsingatæknina í allri sinni kennslu, sem hefur gefist mjög vel fyrir hana sem kennara og ekki síður nemendur hennar á Sauðárkróki.
Námskeiðið var mjög skemmtilegt eins og sjá má enda féllu mörg gullkorn á því öllum til skemmtunar.
Fyrir hönd Kerhólsskóla
Veiga Dögg og Magnús Hlynur