top of page

Skemmtilegir smiðjudagar á unglingastiginu

Smiðjudagar voru haldnir í Kerhólsskóla dagana 9. og 10. janúar en þá bauð Kerhólsskóli nemendum í 8. til 10. bekk úr Bláskógaskóla í Reykholti og Laugarvatni í heimsókn til sín. Alls tóku 43 nemendur skólanna þriggja þátt í dögunum, sem tókust í alla staði frábærlega, þrátt fyrir leiðindaveður. Tilgangur smiðjudaganna er að mæta vali fyrir unglingana með öðrum hætti en almennt tíðkast og gefa nemendum þar með kost á að hafa meira um val sitt að segja. Á dögunum fá nemendur því fjölbreyttari valfög en hægt væri að bjóða upp á inn í stundatöflu þeirra. Í ár var m.a. boðið upp á listasmiðju, danssmiðju, bogfimissmiðju, jógasmiðju og fleira og fleira. Einnig var Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur með erindi um Netheima, hvað ber að varast þegar ferðast er um netið og hvernig best er að haga sér á þeim ferðum. Í lok erindis sköpuðust góðar umræður og voru unglingarnir mjög virkir og áhugasamir. Þá var haldið sundlaugapartý og góður matur borðaður, auk þess, sem nemendur skemmtu sér konunglega saman. Gist var í Kerhólsskóla. Meðfylgjandi myndir tók Magnús Hlynur Hreiðarsson og Ragna Björnsdóttir á smiðjudögunum.

Danskennsla fór fram í íþróttahúsinu á Borg, sem nemendur skólanna höfðu mjög gaman af.

Smiðja 4: Bogfimin fór fram á Úlfljótsvatni við góðar aðstæður.Smiðja 5: Frumlegir og skemmtilegir munir sem urðu til í listasmiðjunni.

Listasmiðjan sló í gegn hjá unglingunum.

Bogfimin fór fram á Úlfljótsvatni við góðar aðstæður.

Frumlegir og skemmtilegir munir sem urðu til í listasmiðjunni.

Hreinn Þorkelsson, skólastjóri Bláskógaskóla og Haukur sonur hans og starfsmaður Kerhólsskóla fylgdust með smiðjudögunum og höfðu gaman af.

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page