top of page

Gleðilegt nýtt ár


Um leið og starfsmenn og nemendur skólans óska öllum gleðilegs nýs árs þá hlakka allir til ársins 2020 í námi, starfi og leik. Skólinn hófst á nýju ári 3. janúar síðastliðinn. Nemendur leik- og grunnskóladeildar komu hressir í skólann eftir gott jólafrí. Sömu sögu er að segja um starfsmenn. Nokkrir nýir nemendur bættust í skólann um áramótin og bjóðum við þá sérstaklega velkomna. Nú eru um fimmtíu nemendur í grunnskóladeild og tæplega þrjátíu í leikskóladeild.

Fyrir hönd Kerhólsskóla

Veiga Dögg og Magnús hlynur.

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page