top of page

Skemmtileg jólaheimsókn á Sólheima

Það var skemmtileg heimsókn sem nemendur skólans fóru í miðvikudaginn 4. desember þegar haldið var á Sólheima og kveikt á jólatrénu þar í Grænu könnunni og dansað í kringum jólatréð. Áður en það gerðist sungu nemendur lög úr Ronju Ræningjadóttir, ásamt nokkrum jólalögum með kór Sólheima fyrir gesti. Þrír hressir jólasveinar mættu á staðinn og öllum var boðið upp á heitt kakó, piparkökur og annað góðgæti. Einstaklega góð og skemmtileg heimsókn þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar.

Nemendur Kerhólsskóla sungu nokkur lög fyrir heimilismenn á Sólheimum úr Ronju Ræningjadóttir, leikritinu, sem var sýnt á árshátíðinni 21. nóvember síðastliðinn.

Halli Valli eins og hann er alltaf kallaður stjórnaði söngnum og spilaði á gítarinn af sinni alkunnu snilld.

Þeir Hurðaskellir, Stúfur og Stekkjarstaur mættu á skemmtunina og dönsuðu í kringum jólatréð með fólkinu. Þeir sögðust eiga heima í Esjunni.

Öllum var boðið upp á heitt kakó með rjóma til að skola niður með piparkökunum og öðru góðgæti, sem var í boði.

Unglingarnir notuðu tækifærið og skáluðu í kakóinu frá Sólheimum.

Lea og Þorbjörg Ásta (Bobby) voru ánægðar með heimsóknina á Sólheima en þær búa báðar á staðnum.

Fiskarnir í fiskabúrinu í Grænu könnunni vöktu mikla athygli.

Stúfur að kveðja áður en hann hélt upp í fjall heim til sín.

Fyrir hönd Kerhólsskóla Veiga og Magnús Hlynur

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page