top of page

Jólahurðakeppnin í Kerhólsskóla 2019

Mjög skemmtileg jólahurðasamkeppni fór fram í skólanum í síðustu viku þar sem nemendur leikskóla og grunnskóladeildar kepptust við að skreyta hurðir sínar og setja í jólabúning. Á föstudaginn var skipuð sérstök dómnefnd, sem gekk á milli hurða og valdi þrjár sem fallegustu hurðirnar fyrir jólin 2019. Þennan sama dag var kveikt á jólatrénu við skólann, glæsilegu grenitré, sem kemur frá Snæfoksstöðum. Gengið var í kringum tréð og jólalögin sungin. Það var elsti nemandi leikskóladeildar, Katla Jakobsdóttir, 5 ára og elsti nemandi grunnskóladeildar, Helga Laufey Rúnarsdóttir, 15 ára, sem kveiktu á jólatrénu.

Dómnefndin að störfum, Ingibjörg sveitarstjóri, Linda á skrifstofunni og Hjörtur Hjartarson úr áhaldahúsinu.

9. – 10. bekkur fékk viðurkenningu fyrir frumlegustu hurðina.

5.-7. bekkur fékk viðurkenning fyrir skemmtilegustu hurðina.

1. bekkur fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegustu hurðina.

Allar hurðirnar fengu viðurkenningarskjal undirritað af dómnefndinni

Jólatréð frá Snæfoksstöðum, sem sómir sér vel fyrir utan skólann og skrifstofu sveitarfélagsins.

Fyrir hönd Kerhólsskóla

Veiga Dögg og Magnús Hlynur

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page